Rannsóknarsvæði

Benediktínarreglan

Klaustrin á Íslandi voru flest rekin samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og heyrðu þau ýmist undir reglu Benedikts eða Ágústínusar. Á kaþólskum tíma störfuðu ekki aðrar reglur hér á landi svo vitað sé. Reglur Benedikts og Ágústínusar áttu líka vel við Íslenskar aðstæður og þrifust klaustrin á landbúnaði og því sem sjórinn gaf rétt eins og almenningur gerði. Benediktsmunkar voru ekki prestar og voru því alltaf kallaðir munkar eða nunnur og var einkennisklæðnaður þeirra svartur. Bæði nunnuklaustrin sem voru starfrækt á Íslandi voru rekin samkvæmt reglu Benedikts. Reglur Benedikts gerðu kröfu um skírlífi og eignaleysi munka en öðru fremur almennt í daglegum háttum og líferni. Viðurlögum fylgdi hvers kyns syndum en brotin voru oftar en ekki afplánuð í samfélagsþjónustu innan veggja klaustra þeirra þar sem hrösulum og sjúkum var einnig boðið skjól. Þar innandyra var samhliða hvatt til hvers kyns samfélagslegra umbótaverka í gegnum ritun helgisagna og vinnslu klæða sem sýndu boðskap kaþólskrar kristni í máli og myndum. Fimm klaustur á Íslandi voru rekin undir reglum Benedikts en það voru Þingeyraklaustur, Munkaþverárklaustur og Hítardalsklaustur sem voru munkaklaustur og hinsvegar Kirkjubæjarklaustur og Reynistaðaklaustur sem voru nunnuklaustur.

Fimm klaustur störfuðu samkvæmt reglu Benedikts:

  • Þingeyraklaustur – munkar
  • Munkaþverárklaustur – munkar
  • Hítardalsklaustur – munkar
  • Kirkjubæjarklaustur – nunnur
  • Reynisstaðaklaustur – nunnur

Klaustrin sem verða rannsökuð í verkefninu