Benediktínar-samfélag á miðöldum á Íslandi
Samspil manns og náttúru er þverfagleg rannsókn á Benediktínaklaustrum sem rekin voru á Íslandi á miðöldum. Meginmarkmiðið er að varpa ljósi á sambúð þeirra við náttúrulegt umhverfi sitt.
Helstu rannsóknarþemu verkefnisins:
Textíl- og handritagerð
Eitt af meginmarkmiðum er að varpa ljósi á klæða- og bókaframleiðslu sem fram fór innan klaustranna og þeim auðlindunum sem hún krafðist.
Sérstök markmið
- Að leggja mat á gerð og uppruna efna sem notuð voru við framleiðsluna ásamt uppruna þeirra.
- Að kortleggja ferlið við framleiðsluna innan klaustranna.
- Að greina allar breytingar á framleiðslunni í gegnum rekstrartímabilið.
- Að kanna hlutverk framleiðslunnar í sjálfsmynd trúfélaga.
Vatnsnýting og tímastjórnun
Samspil náttúruauðlinda í daglegu lífi í Benediktínarklaustrum verður skoðað, þá sérstaklega í tengslum við helgihald og bænum, við vatnsnýtingu, og tímastjórnun.
Sérstök markmið
- Að kortleggja kennileiti og örnefni í grennd við hús klaustranna, sem notuð voru við tímastjórnun.
- Að meta hvernig og hvaðan vatn var flutt í húsin.
- Að kanna trúarlega þýðingu tíma og vatns á Þingeyrum og Kirkjubæjarklaustri.
Mataræði og fasta
Eitt af megin rannsóknarþemu verkefnisins verður að kanna mataræði íbúa klaustranna og landnýtingu vegna skepnuhalds og hvers kyns ræktunar.
Sérstök markmið
- Að kortleggja ræktun og búfjárhald við klausturhúsin.
- Að kanna hvort greina megi tilfærslu í búskap eftir pláguna eða litlu ísöldina.
- Að meta hvort föstu tímabil hafði áhrif á val á matvælum.
Meðal viðfangsefna er að skoða hvernig klaustrin brugðust við harðærum, svo sem af völdum Svartadauða og litlu ísaldarinnar en einnig hvernig kynjaðir þættir birtust í rekstri klaustranna. Að lokum verða skoðaðar þær fjölbreyttu leiðir sem klaustrafólk fór til þess að samstilla sig náttúrunni en halda um leið hollustu sinni við hefðir og siði Benediktína reglunnar. Verkefnið er þverfaglegt en við rannsóknina verður leitað í smiðju fornleifafræði, sagnfræði, bókmenntafræði, náttúruvísinda- og umhverfisfræða. Það er líklegt til að auka til muna núverandi þekkingu á umsvifum Benediktínaklaustra í Norður-Evrópu og þeim umhverfisáhrifum sem víðtæk starfsemi þeirra olli. Þá er þess vænst að verkefnið muni veita nýstárlega en mikilvæga innsýn í umræðu samtímans um sambúð manns og náttúru.
Verkefnið hlaut Öndvegisstyrk Rannsóknarsjóðs Ísland fyrir styrkárið 2022. Rannsóknarsjóður er leiðandi samkeppnissjóður hér á landi. Öndvegisstyrkir eru veittir til stórra verkefna sem skara fram úr á sínu sviði og hafa alþjóðlega tengingu.